Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður þýska liðsins Kiel verður í kapphlaupi við tímann um að ná sér góðum af þeim meiðslum sem hann varð fyrir í leik með liðinu gegn Rhein-Neckar Löwen í þýsku efstu deildinni í handbolta karla í gær fyrir Evrópumót landsliða sem fram fer í janúar næstkomandi.

Gísli Þorgeir fór úr axlarlið í leiknum í gærkvöldi en hann fór í aðgerð vegna meiðsla sem hann varð fyrir á öxl eftir að hafa leikið þjáður með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í janúar fyrr á þessu ári.

Fram kemur í frétt á heimasíðu Kiel að búist sé við því að Gísli Þorgeir verði um það bil átta vikur að jafna sig á meiðslunum sem hann varð fyrir að þessu sinni.

„Gísli var ný­kominn af stað aft­ur eft­ir axl­ar­meiðslinn sem hann varð fyrir á HM í upphafi þessa árs og hann var mik­il­væg­ur hlekkur í okkar liðið í leikn­um við Rhein-Neckar Löwen. Það er gríðarlega svekkjandi, bæði fyrir hann og Kiel, að hann skuli meiðast á nýjan leik," segir Vikt­or Szilagyi, fram­kvæmda­stjóri Kiel, í samtali við heimasiðu þýska félagsins.