Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta hefur einnig greinst smitaður af Covid-19 veirunni en hann tók hraðpróf fyrr í dag sem reyndist jákvætt en niðurstaða úr PCR-prófi seinna í dag reyndist einnig jákvætt.

Gísli er sjötti leikmaður landsliðsins sem smitast af veirunni síðastliðna tvo daga og því verða aðeins 14 leikmenn í leikmannahópi íslenska landsliðsins í kvöld er liðið mætir heimsmeisturum Danmerkur í fyrsta leik milliriðilsins.

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hefur ákveðið að kalla Magnús Óla Magnússon og Vigni Stefánsson leikmenn Vals til móts við íslenska liðið og koma þeir til Búdapest morgun.