Fótbolti

Giroud skallaði Chelsea áfram

Þrjú lið eru komin áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar, þ.á.m. Chelsea sem hefur unnið alla leiki sína í keppninni.

Giroud fagnar með Emerson sem lagði upp mark Chelsea fyrir Frakkann. Fréttablaðið/EPA

Chelsea er komið í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 0-1 útisigur á BATE Borisov í kvöld.

Olivier Giroud skoraði eina mark leiksins með skalla eftir fyrirgjöf Emerson á 53. mínútu.

Chelsea er með tólf stig á toppi L-riðils en liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína og aðeins fengið á sig eitt mark.

Frankfurt og Lazio eru einnig komin áfram í 32-liða úrslit. Þau eru bæði í H-riðli. Frankfurt vann 2-3 sigur á Apollon á útivelli á meðan Lazio lagði Marseille, 2-1.

Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn fyrir Malmö sem gerði 1-1 jafntefli við Sarpsborg í Norðurlandaslag í I-riðli.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Solari fær langtímasamning hjá Real Madrid

Fótbolti

Tveggja leikja bann fyrir pirringskastið

Fótbolti

Rooney mun klára ferilinn í Bandaríkjunum

Auglýsing

Nýjast

Haukar nálgast toppliðin - Stjarnan úr botnsætinu

Birgir Leifur úr leik

Rekinn eftir 73 daga í starfi

Helena: Einhvern veginn allt að

Helena á heimleið

Ólafur bestur þegar mest á reynir

Auglýsing