Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur hefur komist að samkomulagi við spænska félagið Sevilla um kaup á spænska vængmanninum Bryan Gil.

Argentínumaðurinn Erik Lamela mun ganga til liðs við Sevilla og ganga upp í kaupverðið á Gil sem verður rúmlega 20 milljónir punda.

Gil, sem hefur leikur þrjá leiki fyrir spænska landsliðið, leikur þessi stundina með spænska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó en mun mæta í herbúðir Tottenham Hotspur að leikunum loknum.

Þessi tvítugi kantmðaur lék sem lánsmaður hjá spænska efstudeildarliðinu Eibar á síðustu leik´tið en þar skoraði Gil þrjú mörk og lagði upp fjögur önnur.

Nuno Espirito Santo tók við stjórnartaumunum hjá Tottenham Hotspur en Portúgalinn hefur einnig tryggt sér þjónustu ítalska markvarins Pierluigi Gollini á næstu leiktíð en hann kemur sem lánsmaður frá Atalanta.

Tottenham Hotspur á einnig í viðræðum við ítalska félagið um kaup á argentínska miðverðinum Cristian Romero.