Max Ver­stappen, ríkjandi heims­meistari í For­múlu 1 og öku­maður Red Bull Ra­cing getur tryggt sér sinn annan heims­meistara­titil á ferlinum á Suzuka í Japan um helgina. Ver­stappen segist þurfa á full­kominni helgi að halda ef það á að vera raunin.

Ver­stappen heldur inn í keppnis­helgina í Japan með 104 stiga for­ystu á sinn helsta keppnaut Charles Leclerc og tveimur stigum fyrir aftan hann má finna Sergio Perez. Max þarf að enda helgina með 112 stiga for­ystu á þá ætli hann sér að verða heims­meistari.

Þá myndi virka best fyrir hann að vinna keppnina á Suzuka á sunnu­daginn og ná auka­stigi fyrir hraðasta hring. Það færir honum ná­kvæm­lega þau stig sem hann þarf til þessa að tryggja sér heims­meistara­titilinn.

Ef Ver­stappen vinnur kapp­akstur sunnu­dagins en nær ekki hraðasta hring og Leclerc nær öðru sætinu þá mun bar­áttan um heims­meistara­titilinn halda á­fram frma að keppnis­helginni í Banda­ríkjunum þar eftir.

Red Bull Ra­cing á í nánu sam­starfi við japanska fyrir­tækið Honda og því segir Ver­stappen að það yrði ó­neitan­lega sér­stakt að geta tryggt heims­meistara­titilinn þar í landi.

„Það var líka synd að við höfðum ekki geta komið með titil­bar­áttu síðasta tíma­bils til Japan en okkur hlakkar til helgarinnar. Við skulum sjá hvað gerist en við munum þurfa full­komna keppnis­helgi, það er á hreinu."