Það kemur í ljós á næstu vikum hvort Ís­land sendir þátt­tak­endur til keppni á snjó­brettum á Vetrar­ólympíu­leikunum í Bejing. Fram undan er heims­bikar­mót í snjó­brettum þar sem Ís­lendingarnir sem eru með auga­stað á Ólympíu­leikunum þurfa að ná góðum úr­slitum til að klífa upp stiga­listann í von um að tryggja sér þátt­töku­rétt á ÓL.

Í­þrótta- og Ólympíu­sam­band Ís­lands, ÍSÍ, er búið að stað­festa að fjórir ein­staklingar fari fyrir Ís­lands hönd til Beijing, tveir í skíða­göngu og tveir í alpa­greinum og standa vonir til þess að fimmti ein­stak­lingurinn bætist við hópinn. Það hefur engum Ís­lendingi tekist að komast inn á Vetrar­ólympíu­leikana í snjó­brettum hingað til.

Heiðar­lega svarið er að það þurfi allt að smella til þess að við komum kepp­endum inn.

„Heiðar­lega svarið er að það þurfi allt að smella til þess að við komum kepp­endum inn. Þetta er ekki eins og í öðrum greinum því það eru að­eins 32 bestu á heims­vísu sem komast inn að keppa hverju sinni. Strákarnir sem eiga mögu­leika á þessu eru á leiðinni á heims­bikar­mót á næstunni þar sem góður árangur getur komið þeim inn á Ólympíu­leikana,“ segir Frið­björn Bene­dikts­son, for­maður snjó­bretta­nefndar Skíða­sam­bands Ís­lands, að­spurður hvort Ís­land komi til með að vera með full­trúa í snjó­brettum í febrúar.

„Það er hins vegar tak­markað hversu margir mega koma frá hverju landi, svo að það er mögu­leiki til staðar. Ef þeir komast ein­hvers staðar ná­lægt 50.-60. sæti á heims­listanum þá eiga þeir mögu­leika á að komast inn á Ólympíu­leikana,“ segir Bene­dikt enn fremur, að­spurður hvað þurfi til þess.

Hann telur raun­hæft að miða í það minnsta á að Ís­land sendi þátt­takanda til leiks á Vetrar­ólympíu­leikana í Mílanó 2026.

„Það er mark­miðið að komast þangað, það er alveg klárt.“