Þýskaland átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Kóreu að velli í fyrsta leik heimsmeistarmótsins í handbolta karla í dag. 

Leikur liðanna sem var í A-riðli mótins lyktaði með 30-19 sigri Þjóðverja sem höfðu öruggt forskot frá upphafi og sigurinn var aldrei í hættu. 

Andreas Wolff átti góðan leik í marki Þýskalands, en hann varði tæplega tuttugu skot í leiknum. 

Uwe Gens­heimer var marka­hæst­ur í liði Þjóðverja með sjö mörk, en  þeir Jannik Kohlbacher, Stef­fen Fath og Hendrik Pekeler skoruðu svo fjögur mörk hver. 

Dong-Hyun Jang var at­kvæðamest­ur í liði Kórerumanna með 4 mörk og þeir Kwang­soon Park og Taehun Jo voru með 3 mörk hvor.

Fyrstu umferðinni í A-riðli lýkur síðan á morgun með tveimur leikjum, annars vegar leik Rússlands og Serbíu og hins vegar viðureign Frakklands og Serbíu.