Handbolti

Gestgjafarnir fóru vel af stað á HM

Heimsmeistaramótið í handbolta karla hóft með leik Þýsklands annars af gestgjöfum mótsins og sameiginlegu liði Kóreuríkjanna í A-riðli mótsins. Þýskaland fór með afar öruggan sigur af hólmi.

Andreas Wolff og samherjar hans hjá Þýskalandi unnu góðan sigur gegn Kóreu. Fréttablaðið/AFP

Þýskaland átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Kóreu að velli í fyrsta leik heimsmeistarmótsins í handbolta karla í dag. 

Leikur liðanna sem var í A-riðli mótins lyktaði með 30-19 sigri Þjóðverja sem höfðu öruggt forskot frá upphafi og sigurinn var aldrei í hættu. 

Andreas Wolff átti góðan leik í marki Þýskalands, en hann varði tæplega tuttugu skot í leiknum. 

Uwe Gens­heimer var marka­hæst­ur í liði Þjóðverja með sjö mörk, en  þeir Jannik Kohlbacher, Stef­fen Fath og Hendrik Pekeler skoruðu svo fjögur mörk hver. 

Dong-Hyun Jang var at­kvæðamest­ur í liði Kórerumanna með 4 mörk og þeir Kwang­soon Park og Taehun Jo voru með 3 mörk hvor.

Fyrstu umferðinni í A-riðli lýkur síðan á morgun með tveimur leikjum, annars vegar leik Rússlands og Serbíu og hins vegar viðureign Frakklands og Serbíu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Frakkar reyndust númeri of stórir fyrir Ísland

Handbolti

Haukur og Óðinn koma inn í liðið

Handbolti

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Winks bjargaði Tottenham gegn Fulham

Hannes Þór með veglegt tilboð frá Valsmönnum

City með öruggan sigur á Huddersfield

Meiðsl Arons „blóð­taka“ fyrir ís­lenska liðið

Ólíklegt að Aron og Arnór verði með á morgun

Góð frammistaða dugði ekki til gegn Þýskalandi

Auglýsing