Efstu fimm liðin í Bestu deild karla þessa stundina leika öll á gervigrasi. KR er eina liðið í efri hlutanum, efstu sex, sem leikur á grasi.

Víðir Sigurðsson vekur athygli á því í Morgunblaðinu í dag að aðeins KR og Fram þyrftu að hafa sætaskipti það sem eftir er að mótinu til að hrein skipting yrði á milli grass og gervisgrass í efri og neðri hluta deildarinnar. Deildinni verður skipt upp í tvo hluta að 22 leikjum loknum, þar sem öll lið leika fimm leiki til viðbótar við liðin sem enda í „þeirra helmingi.“

Mikið hefur verið rætt um það síðustu ár hvort að framtíð íslenskrar knattspyrnu verði á gervigrasi. Þetta eru alls ekki allir sammála um.

Breiðablik er á toppi deildarinnar með 35 stig, sjö stigum á undan Íslands- og bikarmeisturum Víkings, sem eiga þó leik til góða.