Undanfarna daga hefur enska úrvalsdeildin hleypt fimm leikmönnum inn í frægðarhöllina og er von á einum til viðbótar í dag.

Áður höfðu Alan Shearer, Thierry Henry, Eric Cantona, Roy Keane, Frank Lampard og Dennis Bergkamp verið teknir inn í höllina.

Gerrard lék allan sinn feril á Englandi með uppeldisfélaginu, Liverpool. Hann lék 504 leiki í ensku úrvalsdeildinni og skoraði í þeim 120 mörk.

Þá var hann fyrirliði Liverpool um árabil.