Aston Villa heldur áfram að styrkja leikmannahópinn og er að ganga frá kaupunum á franska landsliðsbakverðinum Lucas Digne frá Everton.

Áður var Aston Villa búið að fá Philippe Coutinho á láni frá Barcelona ásamt því að vera með forkaupsrétt á brasilíska sóknartengiliðnum.

Digne lenti í útistöðum við Rafa Benitez, þjálfara Everton og óskaði eftir því að yfirgefa Everton á dögunum. Aston Villa greiðir 23 milljónir fyrir bakvörðinn.

Hann verður fyrsti leikmaðurinn sem Steven Gerrard kaupir til Aston Villa eftir að Gerrard tók við liðinu í haust.