Rætt var um íslenska landsliðið í íþróttavikunni með Benna Bó sem er á dagskrá Hringbrautar alla föstudaga. Kjartan Atli Kjartansson var gestur samt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs. Í vikunni kom fram að Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, væri að reyna að sannfæra Hólmar Eyjólfsson að koma til baka í landsliðið. Þá kom fram að Aron Einar gæti snúið aftur en landsliðið spilar fjóra leiki í sumar.

„Varnarlega hefur þetta ekki verið gott og Hólmar hefur sýnt í þessum umferðum sem búnar eru að hann er frábær. Ég veit ekkert hvað Hólmar gerir en mér finnst fínt að Arnar reyni allavega. Okkur vantar hendur á dekk og hann er með reynslu og nærveru á vellinum sem eftir er tekið. Hvort sem Arnar er að hugsa Hólmar sem stjórnanda með Brynjari Inga eða hvað þekki ég ekki.“

Arnar býr erlendis en hann hefur ekki mætt á marga ef einhvera leiki í Bestu deildinni. Benedikt, sem heldur með Val og hefur mætt á flesta leiki liðsins í sumar, sagði frá því að hann væri með skipanir og gæði sem eru mun betri en aðrir miðverðir deildarinnar. „Arnar er væntanlega með aðgang að öllum leikjum og ég geri ráð fyrir og geri einfaldlega kröfu um það að landsliðsþjálfarinn fylgist vel með.

Hann ætti alveg að skoða Damir Muminovic sem hefur ekki stigið feilspor eins og Hólmar í sumar. Hann var í janúarverkefninu,“ sagði Hörður.