Handbolti

Gerði sínum gömlu félögum lífið leitt

Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hófst í dag með fjórum leikjum. Rhein-Neckar Löwen og Barcelona áttust við í stórleiknum.

Guðjón Valur átti frábæran leik gegn Barcelona. Fréttablaðið/Getty

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum þegar Rhein-Neckar Löwen vann nauman sigur á Barcelona, 35-34, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Guðjón Valur var markahæstur í liði Löwen gegn sínum gömlu félögum í Barcelona. Hann lék með Katalóníufélaginu á árunum 2014-16 og varð Evrópumeistari með því 2015.

Alexander Petersson skoraði þrjú mörk fyrir Löwen sem var 16-13 yfir í hálfleik. Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Barcelona. Aleix Abello var markahæstur Börsunga með ellefu mörk.

Næsti leikur Löwen í Meistaradeildinni er gegn Kielce. Á meðan mætir Barcelona Veszprém. Aron mætir þar sínum gömlu félögum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Valsmenn með sex fulltrúa í B-landsliðinu

Handbolti

Guðjón Valur valinn leikmaður umferðarinnar

Íslenski boltinn

Landið að rísa aftur á Skaganum

Auglýsing

Nýjast

Tiger deilir forskotinu með Rose í Atlanta

De Bruyne stefnir á að ná leiknum gegn Man United

Mendy sviptur ökuleyfi í eitt ár

Þjálfari Úrúgvæ fær nýjan samning 71 árs gamall

Conor McGregor semur við UFC um sex bardaga

Birgir Leifur fékk tvo erni og nær niðurskurði

Auglýsing