Handbolti

Gerði sínum gömlu félögum lífið leitt

Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hófst í dag með fjórum leikjum. Rhein-Neckar Löwen og Barcelona áttust við í stórleiknum.

Guðjón Valur átti frábæran leik gegn Barcelona. Fréttablaðið/Getty

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum þegar Rhein-Neckar Löwen vann nauman sigur á Barcelona, 35-34, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Guðjón Valur var markahæstur í liði Löwen gegn sínum gömlu félögum í Barcelona. Hann lék með Katalóníufélaginu á árunum 2014-16 og varð Evrópumeistari með því 2015.

Alexander Petersson skoraði þrjú mörk fyrir Löwen sem var 16-13 yfir í hálfleik. Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Barcelona. Aleix Abello var markahæstur Börsunga með ellefu mörk.

Næsti leikur Löwen í Meistaradeildinni er gegn Kielce. Á meðan mætir Barcelona Veszprém. Aron mætir þar sínum gömlu félögum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Versta byrjun Íslandsmeistara síðan 1996

Handbolti

Selfoss tók efsta sætið á ný með sigri á Fram

Handbolti

Ágúst mætir með sínar konur um komandi helgi

Auglýsing

Nýjast

Birkir enn á hliðarlínunni vegna meiðsla

Þjóðadeildin gefur vel af sér til KSÍ

Kristófer verður í hóp í kvöld

Lars Lagerback arkitektinn að frábæru ári Noregs

Samráð um aðgerðir gegn veðmálasvindli

Ósigur staðreynd þrátt fyrir mun betri frammistöðu

Auglýsing