Félög í Pespi-Max deild karla gera ráð fyrir tapi upp á 447 milljónir króna í ár, eða meðaltekjutapi um 21 prósent vegna COVID-19 faraldursins. Gert er ráð fyrir að heildartekjurnar verði rúmir tveir milljarðar en útgjöldin um 2,5 milljarðar.

Barna- og unglingamót skila knattspyrnudeildunum miklum tekjum. Þannig fengu Blikar um 110 milljónir í tekjur fyrir sín mót.

Heildarvelta félaga í Pepsi Max-deildinni í fyrra var 2,8 milljarðar króna. Gjöldin voru svipuð. Heildartap félaga í efstu deild var 68 milljónir króna. Þetta kemur fram í skýrslu sem Deloitte gerði í samvinnu við KSÍ um möguleg fjárhagsleg áhrif COVID-19 á rekstur félaga í Pepsi Max-deild karla.

Félögin gera ráð fyrir verulegum samdrætti í tekjum vegna auglýsinga og samstarfsaðila. Í heild áætla félögin tekjutap upp á 21 prósent að meðaltali vegna COVID-19 þannig að tekjur eftir COVID-19 verði rúmir tveir milljarðar. Félögin eru svartsýn þegar kemur að árinu 2020 og búast við mun meiri tekjusamdrætti og niðurskurði í heildarútgjöldum.
Félögin áætla að meðaltali lækkun á gjaldalið um sjö prósent þannig að heildargjöld þeirra verða um tveir og hálfur milljarður. Þau áætla því tap upp á 447 milljónir króna eða að hver knattspyrnudeild tapi 37 milljónum króna. Þess ber að geta að þetta eru tölur sem komu frá félögunum fyrir úrræði ríkisins og ÍSÍ og hugsanlegs fjármagns frá KSÍ.

Töluvert hefur verið rætt og ritað um stöðu félaga í efstu deild og barma forkólfar félaganna sér nú yfir slæmri stöðu vegna COVID-19. Staðan var þó orðin slæm löngu fyrir hann.

Barna- og unglingamót skila knattspyrnudeildunum miklum tekjum. Þannig fengu Blikar um 110 milljónir í tekjur fyrir sín mót .