The Times greinir frá því að Arsenal og Chelsea hafi selt um sex þúsund miða á úrslitaleikinn í Evrópudeildinni sem fram fer í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan. Munu félögin ætla að skila inn afganginum af miðunum til UEFA.

Völlurinn í Bakú tekur 68.700 manns í sæti. Arsenal hefur selt 3.500 miða en Chelsea um 2.000. Arsenal gaf út yfirlýsingu þegar félagið fékk úthlutað miðum á úrslitaleikinn og kvartaði sáran yfir hvað félagið fékk fáa miða.

Stórir styrktaraðilar eru einnig sagðir vera að fara skila inn þúsundum miða en erfitt ferðalag og verðlag í borginni Bakú þykir fæla fjölmarga frá.

Ef Arsenal vinnur endar liðið í Meistaradeildinni þrátt fyrir að enda í fimmta sæti deildarinnar og verða þeir í potti 1 þegar dregið verður í Meistaradeildina á næsta ári. Chelsea er þegar komið þangað en þetta yrði fyrsti titill Maurizio Sarri sem knattspyrnustjóra.

Bent hefur verið á að staðsetningin á þessum úrslitaleik sé ekki UEFA bjóðandi og einnig hefur komið í ljós að stuðningsmenn hafa fengið aðeins 36 þúsund miða á úrslitaleikinn undanfarin tvö ár af 151 þúsundum sem í boði eru. Aðrir miðar fara til styrktaraðila