Leikmenn San Diego Loyal í næst sterkustu atvinnumannadeild Bandaríkjanna, gengu af velli eftir að Collin Martin, samkynhneigður leikmaður liðsins, varð fyrir fordómum inn á vellinum í gær.

Leikurinn var heimaleikur San Diego og gengu leikmenn af velli í fyrri hálfleik. Óvíst er hver úrslit leiksins verða en samkvæmt heimasíðu deildarinnar var leiknum aflýst.

Þegar Martin var vísað af velli kvörtuðu liðsfélagar hans undan því að hann hefði orðið fyrir fordómum og tilkynntu að þeir myndu ganga af velli.

Landon Donovan, einn þekktasti knattspyrnumaður Bandaríkjanna frá upphafi, þjálfar lið San Diego Loyal og stóð með sínum mönnum í viðtölum eftir leik.

Þetta er annar leikurinn á stuttum tíma sem leikmaður Loyal verður fyrir fordómum. Elijah Martin, leikmaður liðsins, varð fyrir kynþáttafordómum af hálfu Omar Ontiveros, fyrrum leikmanni LA Galaxy á dögunum.

Samningi Ontiveros var rift degi síðar.