Að vanda var fagnað af krafti í búningsherbergi Washington Nationals eftir að félagið komst í úrslit MLB-deildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Nationals leika til úrslita í World Series í hafnabolta þetta tímabilið og kemur í ljós á næstu dögum hvort að liðið mæti Houston Astros eða New York Yankees í úrslitaeinvíginu.

Í bandarísku íþróttalífi tíðkast að leikmenn dragi fram skíðagleraugu í fagnaðarlátunum og baði hvorn annan í bjór og kampavíni en í þetta skiptið birtist óvænt geislasverð.

Myndir og myndbönd frá þessu má sjá hér fyrir neðan.

Budweiser sá til þess að menn væru ekki þyrstir.
fréttablaðið/getty
Sean Doolittle mætti óvænt með geislasverð
fréttablaðið/getty
Það fór enginn þurr úr fagnaðarlátunum
fréttablaðið/getty
Fulla ferð
fréttablaðið/getty