Íslenski boltinn

Geir: Vissi að þetta yrði afar erfitt

Geir Þorsteinsson segist hafa gert sér grein fyrir að þetta yrði afar erfitt fyrir ársþing KSÍ en var brattur í viðtölum og segist ekki vera af baki dottinn.

Guðni og Geir takast í hendur á ársþingi KSÍ í dag. Fréttablaðið/Eyþór

Þetta var eins og að tapa illa, ég held að það sé ekki hægt að lýsa því betur,“ sagði Geir Þorsteinsson sem var brattur þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Guðna Bergssyni í formannskjöri á 73. ársþingi KSÍ í dag.

„Ég vissi að þetta yrði brekka. Það er fúlt að segja það en kannski er það reynslan að hafa verið í tapliði hjá þeim liðum sem ég hef unnið með í gegnum tíðina hafi undirbúið mann fyrir þetta.“

Hann segist hafa gert sér grein fyrir stöðunni fyrir þing.

„Auðvitað vissi ég að þetta yrði erfitt. Síðustu vikur hafa verið erfiðar. Það hafa óvænt ummæli komið upp síðustu daga sem mér hafa þótt ósanngjörn en ég gat lítið gert í því. Þetta er hluti af nútímanum, það hafa allir skoðanir,“ sagði Geir og hélt áfram:

„Leikmenn eru komnir með skoðun á því hver á að vera formaður. Það er ekki góð þróun, kannski vill helmingur einn aðila og hinn helmingurinn annan aðila og þá skapast óeining. Við erum öll í sama liðinu, sama hvort það sé ég eða Guðni og vinnum fyrir Ísland.“

Aðspurður segist hann ekkert af baki dottinn.

„Alls ekki, þá hefði ég hætt fyrir þrjátíu árum,“ sagði Geir léttur og hélt áfram: „Ég mun halda áfram að vinna í þróunarverkefnum knattspyrnunnar í öðrum heimsálfum eins og síðustu ár og svo sjáum við til.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Víkingur semur við Atla Hrafn og Júlíus

Íslenski boltinn

Ljúka leik í Svíþjóð

Íslenski boltinn

Sandra meidd - Ásta Eir inn í hópinn

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Auglýsing