Handboltadeild Þórs Akureyar tilkynnti í gær að samningar hefðu náðst við Geir Sveinsson um að hann myndi þjálfa karlalið félagsins á komandi keppnistímabili.

Geir segir hins vegar í samtali við mbl.is að þessi frétt sé ekki á rökum reist. „Þessi frétt er bara röng,“ seg­ir Geir í samtali við mbl.is. Hann segist vera búsettur í Þýskalandi og sé ekki á þeim buxunum að flytja til Íslands.

„Ég er ekki að fara að verða þjálf­ari liðsins í þeirri mynd sem fyr­ir­sögn­in og allt seg­ir til um. Ég mun hins veg­ar aðstoða Hall­dór eft­ir bestu getu, vera hans ráðgjafi,“ seg­ir Geir enn frmeur.

„Það er ekk­ert frá­gengið og það verður bara að bíða eft­ir því að gengið sé frá end­an­legri út­færslu,“ seg­ir hann um framhaldið en mögulegt sé að hann muni koma nokkrum sinnum til Akureyrar til þess að aðstoða við þjálfun liðins.