Íþróttasérfræðingar á dönsku sjónvarpsstöðinni, TV 2 Sport fara fögrum orðum um íslenska karlalandsliðið í handbolta eftir stórsigur Íslands gegn Frakklandi í kvöld.

Hér að neðan má sjá fjölda viðbragða hjá Dönum, eftir þessa óvæntu niðurstöðu, þar sem Íslendingar hafa aukið líkur sínar á að komast upp úr milliriðlinum í undanúrslit á EM í handbolta.

Bent Nyegaard, handboltasérsfræðingur hjá íþróttastöðinni TV 2 sport, „Þetta er ein tilkomumesti viðburður sem ég hef orðið vitni að. Ég er alveg heillaður.“

Anders Eggert, EM sérfræðingur hjá íþróttastöðinni TV 2 sport. „Þetta var gjörsamlega framúrskarandi. Þeir tættu franska liðið í sig. Við vorum á því að fara að hrósa Dika Mem, en svo kom Ómar Ingi Magnússon og tók þetta.“

Anders Zachariassen, EM sérfræðingur hjá íþróttastöðinni TV 2 sport. „Úrslitin voru náttúrlega alveg svakaleg. Hvernig íslenska liðið sannaði sig á móti ólympíumeisturunum, sem voru yfirspilaðir. Ég tek hattinn ofan af fyrir þeim.“