Lögreglan í Nottinghamshire á Bretlandi hefur handtekið mann í tengslum við árás sem Billy Sharp, leikmaður Sheffield United varð fyrir eftir leik Nottingham Forest og Sheffield United í undanúrslitaleik umspilsins í ensku B-deildinni.
Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem að heimamenn í Nottingham Forest höfðu betur að lokum og það var eftir sjálfa vítaspyrnukeppnina sem atvikið átti sér stað.
Þegar ljóst varð að Nottingham var búið að tryggja sér sæti í úrslitaleik umspilsins hlupu stuðningsmenn liðsins í stórum stíl inn á völlinn sjálfan. Billy Sharp stóð niðurlútur á hliðarlínunni eftir vonbrigði kvöldsins þegar að stuðningsmaður Nottingham hleypur hann niður af miklum krafti.
,,Einn hálfviti ákvað eyðileggja það sem var ótrúlegt kvöld fyrir fótboltann," segir í yfirlýsingu sem Billy Sharp gaf frá sér ímorgun. ,,Til hamingju með sigurinn Nottingham Forest og gangi ykkur vel í úrslitaleiknum. Sem fyrrum leikmaður félagsins mun ég ekki láta einn skíthæl draga úr þeirri virðingu sem ég hef fyrir stuðningsmönnum Forest. Ég er stoltur af því að vera fyrirliði Sheffield United, leikmennirnir gáfu sig alla í leikinn og geta gengið stoltir frá borði. Við reynum aftur, takk fyrir allan stuðninginn."
— billy sharp (@billysharp10) May 18, 2022
Skömmu eftir atvikið fór af stað rannsókn hjá lögreglu sem miðaði vel og nú hefur maðurinn verið handtekinn. Billy Sharp er fyrrum leikmaður Nottingham Forest og hans fyrrum félag fordæmir árásina í yfirlýsingu sem birtist á samfélagsmiðlum.
,,Nottingham Forest er skelfingu lostið eftir að hafa heyrt að ráðist hafi verið á fyrrum leikmann okkar Billy Sharp þegar að hann yfirgaf völlinn. Félagið mun vinna náið með yfirvöldum svo að einstaklingurinn sem stóð fyrir árásinni verði látinn svara fyrir gjörðir sínar. Það mun meðal annars fela í sér lífstíðarbann frá leikjum Nottingham Forest. Félagið vill líka biðja Billy og Sheffield United persónulegrar afsökunar."
Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan:
Forest fan headbutts Sheffield United’s billy sharp pic.twitter.com/vQ98GP4YNu
— Football Fights (@footbalIfights) May 17, 2022