Enska úr­vals­deildar­fé­lagið Ful­ham hæddist að Jur­gen Klopp, knatt­spyrnu­stjóra Liver­pool í kjöl­far gagn­rýni hans á að­stæður á Cra­ven Cot­tege, heima­velli Ful­ham eftir leik liðanna á laugar­daginn sem lauk með 2-2 jafn­tefli.

Ful­ham var að spila sinn fyrsta leik í ensku úr­vals­deildinni eftir eins tíma­bils fjar­veru og segja má að frammi­staða liðsins hafi komið mörgum á ó­vart því fæstir bjuggust við því að ný­liðarnir myndu ná svo mikið sem stigi frá viður­eign sinni við feikna­sterkt lið Liver­pool.

Liver­pool lenti tvisvar undir í leiknum en náði að fara frá viður­eigninni með stig í far­teskinu en Jur­gen Klopp, knatt­spyrnu­stjóri liðsins var ekki parsáttur með að­stæður á Cra­ven Cotta­ge um helgina. Hann sagði völlinn allt­of þurran.

Ful­ham á­kvað að grípa þessi um­mæli Klopp á lofti og svöruðu þeim ó­beint með mynd­birtingu í færslu á sam­fé­lags­miðlinum Twitter.

Í færslunni má sjá mynd af að­stæðum fyrr leik Ful­ham og Liver­pool um helgina þar sem sjá má vökvunar­kerfi vallarins vera á fullu.