Paul Gascoigne var í dag sýknaður af ákæru um kynferðislega áreitni eftir að hafa verið sakaður um að hafa þuklað á konu og kysst hana í lest.

Enska knattspyrnugoðsögnin neitaði sök í málinu og sagðist hafa kysst hana til að veita henni sjálfstraust í ljósi þess að maður skammt undan hafi kallað hana feita.

Atvikið átti sér stað í lest til Newcastle síðasta sumar þegar Gascoigne settist fullur við hlið konunnar og kyssti hana á munnin.

Fyrir dómstólum sagðist Gascoigne ekki hafa verið undir áhrifum áfengis og að hann hefði ákveðið að setjast hjá henni til að veita henni sjálfstraust eftir að hafa heyrt annan mann kalla hana feita.

Í lögregluskýrslunni stóð að Gascoigne hefði tilkynnt lögregluþjónunum að hann hefði „kysst einhverja feita kellu.“