Sænska félagið Gautaborg sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kom að Kolbeinn Sigþórsson væri á leiðinni í aðgerð og félagið myndi standa með honum eftir að kallað var eftir því að samningi Kolbeins yrði rift.

Stuðningsmenn félagins voru margir ósáttir eftir að fregnir fóru að berast af ofbeldismáli Kolbeins árið 2017.

Kemur fram í yfirlýsingunni frá Gautaborg að félagið muni setja upp langtímaplan fyrir Kolbein sem byggist meðal annars á því að hann fylgi gildum félagsins.

Málið sem rataði í fjölmiðla á dögunum hafi verið leyst fyrir fjórum árum síðan og því sé lagalega lokið.

Að lokum bætir félagið við að Kolbeinn sé á leiðinni í aðgerð vegna meiðsla á fæti og mun hefja endurhæfingu að henni lokinni ásamt því að reyna að bæta eigin hegðun.