Íþróttafréttamaðurinn geðþekki, Guðjón Guðmundsson verður gestur Íþróttavikunnar með Benna Bó á Hringbraut í kvöld.

Gaupi hefur starfað sem íþróttafréttamaður í 32 ár og ræðir fréttir vikunnar. Hann fer vel yfir handboltalandsliðið og fleira til.

Atli Barkarson verður svo í beinni útsendingu frá Danmörku og ræðir lífið þar sem atvinnumaður.

Þátturinn fer í loftið klukkan 21:00.