Louis van Gaal þá stjóri Manchester United hafði lagt mikla áherslu á að krækja í Muller þegar hann var stjóri liðsins.

United bauð 84 milljónir punda í Muller og var tilbúið að borga honum 2,8 milljarða króna í laun.

„Þetta var góður möguleiki árið 2015 og hefði mögulega gerst ef eiginkona hans hafði viljað flytja frá Þýskalandi," sagði Van Gaal.

„Það var sú ástæða sem Muller gaf aðstoðarmanni mínum sem sá um öll samskipti mín. Það var ástæðan fyrir því að þetta fór ekki í gegn.“

Van Gaal var rekinn frá United árið síðar en Muller hefði orðið dýrasti leikmaður enska boltans hefðu kaupin gengið í gegn.

Muller hefur alla tíð leikið með FC Bayern og fer ekki fet á meðan eiginkonan neitar að flytja frá Þýskalandi.