Manchester United tekur á móti Arsenal í kvöld í ensku úrvalsdeildinni. Carrick þekkir viðureign þessara liða vel en hann spilaði á sínum tíma með Manchester United. Hann segir það vera forréttindi að fá að stýra Manchester United á Old Trafford gegn Arsenal.

,,Ég gat ekki ímyndað mér að þetta myndi gerast á mínum ferli. Að vera í þessari stöðu núna fyllir mig stolti og ég finn fyrir mikilli ábyrgð. Ég er mikill stuðningsmaður Manchester United líkt og fölskylda mín, það mun fylgja því góð tilfinning að stýra liðinu á Old Trafford í kvöld," sagði Michael Carrick í viðtali sem birtist á heimasíðu Manchester United

Michael Carrick
GettyImages

Carrick hefur stýrt United í síðustu tveimur leikjum liðsins eða síðan að Ole Gunnar Solskjær, var sagt upp störfum. Undir stjórn Carrick hefur Manchester United unnið Villarreal í Meistarardeild Evrópu, tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum deildarinnar og gert 1-1 jafntefli við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

,,Þetta voru tveir ólíkir leikir en tvö góð úrslit. Það hefði verið betra að ná tveimur sigrum en maður hefði kannski verið of gráðugur að ætlast til þess. Leikmennirnir hlakka til að stíga út á völlinn í kvöld," sagði Michael Carrick, sem stýrir Manchester United í leik liðsins gegn Arsenal í kvöld.

Manchester United er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar fyrir leik kvöldsins gegn Arsenal og getur með sigri lyft sér hæst upp í 6. sæti deildarinnar.