Gary N­evil­le, spark­s­pekingur Sky Sports og fyrr­verandi leik­maður Manchester United, telur að ekki sé öll von úti um að ensku fé­lögin hætti við þátt­töku í hinni svo­kölluðu Ofur­deild. Það er lík­lega engum of­sögum sagt að allt sé brjálað vegna málsins á Bret­lands­eyjum og víðar.

Boris John­son, for­sætis­ráð­herra Bret­lands, mun í dag funda með for­svars­mönnum enska knatt­spyrnu­sam­bandsins og ensku úr­vals­deildarinnar. John­son hefur gagn­rýnt fyrir­hugaða Ofur­deild harð­lega og sam­kvæmt breskum fjöl­miðlum mun hann gera allt sem í hans valdi stendur til að leggja stein í götu þeirra sex ensku liða sem eru meðal stofn­liða deildarinnar.

Gary N­evil­le, sem einnig hefur verið mjög gagn­rýninn á fyrir­hugaða deild, sagði á Twitter í morgun að Manchester City væri það enska lið sem lík­legast væri til að bakka út úr sam­komu­laginu sem hefur verið undir­ritað.

Tekið er undir það í frétt Sports­ma­il í dag að Manchester City, auk Chelsea, séu viljug til að hætta við þátt­töku. N­evil­le bendir einnig á að Jur­gen Klopp, sem áður hefur lýst sig and­snúinn Ofur­deildinni, geti haft úr­slita­á­hrif á eig­endur Liver­pool, Fenway Sports Group. Fari svo að þessi þrjú lið hætti við muni hin liðin, Manchester United, Totten­ham og Arsenal gera slíkt hið sama.

Gary N­evil­le furðaði sig á því í þættinum Monday Night Foot­ball á Sky Sports í gær hvers vegna Manchester City væri í hópi þessara 12 stofn­liða. Benti hann á að eig­endur fé­lagsins hefðu náð ó­trú­legum árangri undan­farinn ára­tug, liðið væri með besta knatt­spyrnu­stjóra heims við stjórn­völinn og það væri ekki eins og liðið vantaði fjár­magn.