Franherjinn Gary John Martin hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.

Þetta kemur fram í tilkynningu á facebook-síðu Selfoss.

,,Ég er mjög spenntur fyrir þessum nýja kafla á mínum ferli og fullur tilhlökkunar. Ég þekki Dean (þjálfara liðsins) og ég veit að hann mun ná því besta út úr mér. Það eru spennandi tímar í fótboltanum á Selfossi, liðið er nýkomið upp og félagið er að stefna í rétta átt,” segir Gary sem var nýverið látinn fara úr herbúðum ÍBV.

,,Mér finnst Selfoss liðið sjálft spennandi. Leikmennirnir í liðinu eru hæfileikaríkir og það eru margir ungir leikmenn í liðinu sem vilja ná langt,” segir hann enn fremur.

Selfoss mun líkt og ÍBV leika í 1. deildinni í sumar.