Enski knattspyrnuframherjinn Gary John Martin hefur yfirgefið herbúðir karlaliðs ÍBV í knattspyrnu vegna agabrots. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu ÍBV.

Þar segir: „Knattspyrnuráð ÍBV hefur rift samningi félagsins við Gary John Martin. Ákvörðun félagsins um riftun samnings má rekja til agabrots leikmannsins sem ekki verður samræmt skuldbindingum hans við félagið."

Gary Martin gekk til liðs við ÍBV vorið 2019 eftir að hafa verið látinn fara frá Val en hann skoraði 11 mörk í 19 leikjum fyrir Eyjaliðið í 1. deildinni síðastliðið sumar.

Nýverið framlengdi þessi þrítugi sóknarmaður samining sinn við Eyjamenn til ársins 2023 en nú er ljóst að hann mun ekki leika fleiri leiki fyrir liðið. ÍBV hefur leik í 1. deildini þetta tímabili með því að sækja Grindaví heim föstudaginn 7. maí.