Fótboltakappinn Gareth Bale hefur sent frá sér yfirlýsingu að hann sé nú búinn að leggja skóna á hilluna. Þetta gaf hann út á samfélagsmiðlum í dag.

Bale sem er 33 ára gamall á að baki glæstan feril með liðum eins og Real Madrid, Tottenham og Southampton en hann vann meðal annars meistaradeildina fimm sinnum með Real Madrid.

Bale er að margra mati besti fótboltamaður sem komið hefur frá Wales en hann spilaði hundrað og ellefu landsleiki og er þar með leikjahæsti leikmaður landsins frá upphafi.

„Eftir mikla umhugsun þá tilkynni ég tafarlaus starfslok mín frá félags og landsliðinu,“ sagði Bale meðal annars í tilkynningu sinni.

„Mér finnst ég ótrúlega heppinn að hafa fengið að upplifa draum minn um að spila íþróttina sem ég elska.“

Bale eyddi síðustu árum sínum með Los Angeles FC í Bandaríkjunum en hann segir að það erfiðasta við ákvörðun hans hafi verið að kveðja velska landsliðið.

Tilkynningu Bale má lesa hér fyrir neðan.