Sergio Garcia var vísað úr keppni eftir að hafa skemmt flöt á Evrópumótaröðinni í golfi stuttu eftir að hafa misst stjórn á skapinu í sandglompu um helgina.

Garcia hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann varð fyrsta risamót sitt eftir langa bið á vordögum 2017 þegar hann sigraði á Masters-mótinu.

Spænski kylfingurinn varð um helgina fyrsti kylfingurinn í sögu Evrópumótaraðarinnar sem er vísað af móti vegna hegðunarvandamála.

Hann olli skemmdum á flöt í Sádi-Arabíu stuttu eftir að hafa misst stjórn á skapinu í sandglompu og var honum vísað úr keppni í lok dagsins.