Það var erfitt fyrir For­múlu 1 á­huga­­fólk að sam­­gleðjast ekki með Spán­verjanum Fernando Alon­­so, öku­manni Aston Martin í gær er hann tryggði sér 3. sæti í Bar­ein kapp­akstrinum sem var jafn­­framt fyrsti kapp­akstur tíma­bilsins 2023.

Alon­­so er meðal bestu öku­manna For­múlu 1 frá upp­­hafi, tvö­faldur heims­­meistari með Renault á sínum tíma og nú hefur hann í 99 skipti stigið á verð­­launa­­pall.

Bíll Aston Martin virðist afar sam­­keppnis­hæfur á yfir­­standandi tíma­bili og skákaði meðal annars Ferrari og Mercedes um ný­liðna helgi.

Minnstu munaði þó að illa hefði geta farið fyrir liðið í upp­­hafi keppni gær­­dagsins þegar að Lance Stroll, liðs­­fé­lagi Alon­­so fór af miklum krafti á bíl sínum í hlið bíls Alon­­so.

Allt kom þó fyrir ekki, Aston Martin bíllinn stóð af sér höggið og í kjöl­farið minnti Alon­­so á sig, sýndi snilldar­takta.

Um var að ræða fyrstu keppni Alon­so fyrir Aston Martin en hann gekk til liðs við liðið frá Alpine eftir síðasta tíma­bil.

„Þetta er full­komin byrjun á þessu verk­efni, við bjuggumst ekki við að vera svona sam­keppnis­hæfir. Ég held að mark­mið liðsins fyrir árið 2023 hafi verið að vera þarna í miðju­moðinu, kannski vera fremstir þar og nálgast svo efstu þrjú liðin.

Jan­f­vel sæti á verð­launa­palli var ekki á radarnum fyrir þetta tíma­bil. Hins vegar staðan sú í dag að við vorum með næst besta bílinn hér í Bar­ein, yfir alla helgina, rétt á eftir Red Bull. Það kemur á ó­vart en við erum yfir okkar stolt af þessum árangri.“

Bíll Aston Martin lítur ekki bara vel út, hann er einnig hraður
Fréttablaðið/GettyImages

Of snemmt sé þó að segja til um það hvort liðið þurfi að setja markið hærra fyrir restina af tíma­bilinu.

„Við skulum sjá til. Ég upp­lifði þessa sömu til­finingu í prófunum fyrir tíma­bilið, eins og þetta væri of gott til þess að vera satt og maður býst alltaf við því að manni verði hrint aftur á bak. En þetta er farið að verða raun­veru­legt, geta bílsins.“