Fótbolti

„Gaman að heyra víkingaklappið“

Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid og belgíska landsliðsins, hrósaði íslenska liðinu og íslensku stuðningsmönnunum eftir 3-0 sigur Belga á Laugardalsvelli í kvöld.

Courtois með augu á boltanum þótt að Gylfi sé í bakgrunni. Fréttablaðið/Eyþór

Thibaut Courtois, markvörður belgíska landsliðsins og Real Madrid, hrósaði íslenska landsliðinu fyrir spilamennskuna framan af í 3-0 sigri Belga á Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld.

Ísland byrjaði leikinn af krafti og var betri aðilinn fyrstu mínúturnar en öflugt lið Belga skoraði tvö mörk á tveggja mínútna kafla um miðbik fyrri hálfleiks.

„Ísland spilaði virkilega vel fyrstu mínúturnar og sköpuðu sér góð færi, bæði úr opnum leik og úr föstum leikatriðum. Þeir spiluðu vel en við stýrðum leiknum eftir að við skoruðum.“

Belgar eyddu tíma í að skoða vel föst leikatriði íslenska liðsins.

„Við eyddum miklum tíma í að skoða það hvernig hægt væri að verjast föstum leikatriðum Íslands, Ísland skorar mörg mörk upp úr slíku en okkur tókst að loka vel á það.“

Óvæntur 6-0 sigur Sviss á Íslandi kom honum á óvart.

„Það kom mér á óvart því þetta var mjög ólíkt Íslandi. Þeir voru örlítið óheppnir og kannski ekki alveg klárir eftir HM. Við vissum að þeir myndu koma brjálaðir inn í þennan leik en okkur tókst að leysa það vel.“

Hann hrósaði íslenska stuðningsfólkinu og var greinilega mikill aðdáandi víkingaklappsins.

„Stemmingin á vellinum var góð og það var gaman að heyra víkingaklappið sem Belgar tóku þátt í. Þrátt fyrir að þetta sé ekki stór völlur þá var frábær stemming. Það getur verið skemmtilegra að spila fyrir fullu húsi á stærri völlum en þegar stærri vellir eru tómlegir.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

PAOK búið að bjóða í Sverri Inga

Fótbolti

Segja Matthías vera að semja Vålerenga

Fótbolti

Dagný sögð á leið til Portland aftur

Auglýsing

Nýjast

City með öruggan sigur á Huddersfield

Haukur og Óðinn koma inn í liðið

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Meiðsl Arons „blóð­taka“ fyrir ís­lenska liðið

Ólíklegt að Aron og Arnór verði með á morgun

Góð frammistaða dugði ekki til gegn Þýskalandi

Auglýsing