Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Graham Potter verði næsti knattspyrnustjóri Swansea City.

Potter, sem er 43 ára gamall Englendingur, hefur náð eftirtektarverðum árangri með sænska liðið Östersunds. 

Undir hans stjórn fór liðið upp um þrjár deildir, varð sænskur bikarmeistari og lék í Evrópudeildinni á síðasta tímabili. Þar mætti Östersunds m.a. Arsenal.

Swansea féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor. Eftir tímabilið hætti Carlos Carvahal sem stjóri liðsins.

Búist er við því að Potter verði kynntur til leiks hjá Swansea í næstu viku.