Íslenski boltinn

Gagnrýnir Helga Mikael: „Brot og gult ef þú andar á leikmenn“

Steven Lennon sendi dómaranum Helga Mikael Jónassyni pillu á Twitter í kvöld. Helgi stóð í ströngu í leik Stjörnunnar og Víkings R.

Steven Lennon er ekki sáttur með dómarann Helga Mikael Jónasson. Fréttablaðið/Eyþór

Frammistaða dómarans Helga Mikaels Jónassonar í leik Stjörnunnar og Víkings R. í 3. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld var talsvert til umræðu á samfélagsmiðlum. Helgi dæmdi fjórar vítaspyrnur, tvær á hvort lið. Leiknum lyktaði með 3-3 jafntefli.

Meðal þeirra sem tjáði sig um frammistöðu Helga á Twitter var Steven Lennon, leikmaður FH. 

„Ekki snerta leikmenn þegar Helgi er nálægt,“ skrifaði Skotinn. „Ef þú andar á þá er það brot og gult spjald.“

Helgi hefur dæmt þrjá leiki í Pepsi-deildinni í sumar. Í þeim hefur hann gefið 18 gul spjöld. Hann lyfti gula spjaldinu 10 sinnum í leik Grindavíkur og FH í 1. umferðinni.

Þá fékk Helgi mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í leik Hauka og Magna í 2. umferð Inkasso-deildarinnar á laugardaginn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Birkir Már jafnar leikjafjölda Eiðs Smára í dag

Íslenski boltinn

Þessir byrja gegn Eistlandi

Íslenski boltinn

Ár frá síðasta sigrinum

Auglýsing

Nýjast

Íslandi dugar jafntefli í dag

„Japan er á hár­réttri leið undir stjórn Dags“

Torsóttur sigur skilaði Íslandi úrslitaleik í dag

Sjötti sigur Vals í röð

Spánn keyrði yfir Makedóníu í seinni hálfleik

Næsti bar­dagi Gunnars stað­festur: Fer fram í London

Auglýsing