Það er ó­hætt að segja að liðs­menn Tyrk­lands hafi verið ó­sáttir eftir naumt tap gegn Ís­landi á Laugar­dals­velli í kvöld en einn af vara­mönnum liðsins gaf ís­lenskum stuðnings­mönnum fingurinn upp í stúku eftir leik, líkt og sjá má á myndum og mynd­bandi hér að neðan.

Hitinn var ansi mikill fyrir leik og hafa mótt­tökur tyrk­neska lands­liðsins á Kefla­víkur­flug­velli verið í um­ræðunni bæði hér og í Tyrk­landi en eins og Frétta­blaðið hefur greint frá hafnaði lög­reglan á Suður­nesjum beiðni tyrk­neskra yfir­valda um að vega­bréfa­eftir­lit færi fram eftir lista.

Eins og al­þjóð veit var leikurinn í kvöld gríðar­lega jafn og voru tyrk­neskir lands­liðs­menn ansi ná­lægt því að jafna metin en svó fór ekki og tryggðu tvö mörk Ragnars Sigurðs­sonar Ís­landi sigurinn. Eins og sjá má var vara­maðurinn ansi svekktur í lok leiks.