Veðbankar hafa ekki mikla trú á íslenska landsliðinu í knattspyrnu fyrir leik liðsins gegn Frakklandi í lokaumferð riðlakeppninnar á EM í kvöld.

Frakkar eru nú þegar búnir að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum en Íslendingar þurfa sigur eða treysta á hagstæð úrslit til þess að komast áfram.

Ef marka má stuðlana sem veðbankar setja á viðureign liðanna virðast þeir hafa litlar líkur á íslenskum sigri í kvöld. Bet365 setur stuðulinn 9.00 á íslenskan sigur sem þýðir að með því að leggja undir 9 evrur, rúmar 1200 krónur gætirðu fengið til baka 90 evrur, rúmar 12.500 krónur fari svo að Ísland vinni leik kvöldsins.

Betsafe setur sama stuðul á íslenskan sigur þegar þetta er skrifað og setur jafnframt stuðulinn 1.35 á sigur Frakka. Þá setur veðbanki Coolbet stuðulinn 9.40 á sigur Íslands.

Hvað þarf að gerast svo Ísland komist áfram?

Með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan má sjá hvaða leiðir eru færar fyrir íslenska landsliðið í 8-liða úrslit