Það gæti farið svo að Formúlu 1-kappanum Lewis Hamilton verði meinað að taka þátt í Bretlands-kappaksrinum í heimalandinu sínu um helgina. Það er vegna átaka milli hans og bílaíþróttasambandsins, FIA, um skartgripanotkun í keppnum.

Forseti sambandsins heldur því fram að það að nota skartgripi hætti öryggi keppenda.

Mæti Hamilton með skartgripi í keppni helgarinnar gæti honum í versta falli verið meinað að taka þátt. Yrði það afar óvinsælt á meðal stuðningsmanna hans sem vilja bera hann augum á heimavelli.

Hamilton hefur háð baráttu um að fá að vera með skartgripi í keppnum í töluverðan tíma og hefur áður tjáð sig um málefnið. „Mér finnst þetta vera skref aftur á bak. Við erum búin að taka svo mörg skref fram á við í þessari íþrótt og það er annað sem við þurfum að einblína á en þetta,“ sagði Hamilton nýlega.

„Ég hef stundað þessa íþrótt í sextán ár og verið með skartgripi allan tímann. Í bílnum get ég bara verið eyrnalokka og neflokk, sem ég get ekki einu sinni fjarlægt. Ég skil ekki af hverju við þurfum að rífast um þetta,“ sagði Hamilton einnig.