Xiao Ruoteng, sem fékk silfur í fjöl­þrautar­úr­slitum í á­halda­fim­leikum karla á Ólympíu­leikunum í dag, missti mögu­lega af efsta sætinu því hann þakkaði ekki dómurum fyrir eftir hann lauk við æfingar sínar á svifrá.

Ekki munaði nema 0,4 stigum á honum og Japananum Daiki Has­hi­moto sem tók heim gullið. Has­hi­moto fékk 88,465 stig og Ruoteng 88,065 stig.

Við fyrstu sýn virtist Has­hi­moto ein­fald­lega hafa unnið en þegar ein­kunnir þeirra fé­laga eru skoðaðar nánar má sjá heldur sér­stakan frá­drátt hjá Ruoteng.

Rou­teng fékk nefni­lega 0,3 í frá­drátt fyrir að gleyma að þakka dómurum fyrir eftir að hann lauk við æfingar sínar og síðan 0,1 fyrir að setja hælana ekki saman er hann lenti af­s­tökkið sitt. Mun þetta vera skylda samkvæmt reglunum og eitthvað sem fimleikamenn eru svo vanir að gera að það gerist nánast ómeðvitað í lok æfingar.

Hann fagnaði ákaft eftir að æfingunni lauk og gleymdist það í látunum að snúa sér að dómurum og þakka fyrir sig enda spennufallið líklegast mjög mikið.

Björn Magnús Tómasson, fremsti fim­leika­dómari Ís­lands, dæmdi svifránna á Ólympíu­leikunum í dag og stað­festir frádráttinn í sam­tali við Frétta­blaðið. Hann segir þó ekki víst að Ruoteng hefði borið sigur úr býtum enda hefði hann einungis jafnað Hashimoto á stigum.

Það hefði verið hægt að skrifa þetta á hugsunar­leysi nema Ruoteng fékk sama frá­drátt í for­keppninni og því verður það að teljast á­huga­vert að hann gleymir þessu í annað sinn á Ólympíu­leikunum. Ruoteng kærði ein­kunnina sína en hafði ekki erindi sem erfiði og hún stóð ó­breytt.

Ruoteng fagnaði ákaft eftir æfingar sínar á svifrá en það gæti hafa kostað hann.
Ljósmynd/AFP

Ef og hefði

Hefði Ruoteng sett hælana saman og þakkað fyrir sig hefði hann og Has­hi­moto verið jafnir með 88,465 stig. Það er hins vegar ó­mögu­legt að deila fyrsta sætinu í fjöl­þrautar­úr­slitum karla á Ólympíu­leikunum og flókin stærð­fræði fylgir því hvernig leyst er úr slíku þannig ekki er hægt að full­yrða með vissu að hann hefði fengið gullið.

Þó má alltaf segja ef og hefði en Ruoteng hlýtur að vera naga á sér handar­bökin núna.

Verðlaunahafar í fjölþrautarúrslitum karla í dag. Frá vinstri: Ruoteng, Hashimoto og Nagornyy.
Ljósmynd/AFP