Það eru liðin sex ár frá því að íslenska karlalandsliðið sló út það enska í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi. Um sögulegan atburð var að ræða af mörgum ástæðum.
Leiknum lauk með 2-1 sigri Íslands þar sem Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk liðsins eftir að Wayne Rooney hafði komið Englendingum yfir með marki úr vítaspyrnu snemma leiks.
Myndband Steve McClaren þar sem hann vann í setti Sky Sports yfir leiknum vakti heimsathygli en þá brást hann við marki Kolbeins. Óhætt er að segja að þessi fyrrum landsliðsþjálfari Englands hafi verið brúnaþungur.
🗓 27.06.2016
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) June 27, 2022
🇮🇸🏴 2️⃣-1️⃣
😂 Það eru víst 6 ár síðan Steve McClaren dúllaði yfir sig í beinni á Sky.
🗣🔬 …..”and it squirms under the…..it squiiiiiirms under the fingers of Joe Hart” #Euro16 #SteveMcClown pic.twitter.com/mGwsJuuawZ
Enskir fjölmiðlar hökkuðu ensku leikmennina í sig eftir tapið. Í fyrirsögn Guardian um leikinn sagði „England niðurlægt er Ísland slær þá úr leik á Evrópumótinu.“ Voru flestar fyrirsagnir enskra blaða í svipuðum dúr, eða þaðan af verri.
Þá gengu sérfræðingar langt í að gagnrýna enska liðið. Goðsögnin Alan Shearer sagði frammistöðuna þá verstu í sögu enska landsliðsins.
Eftir leik tóku leikmenn Íslands svo hið heimsfræga Víkingaklapp með stuðningsmönnum Íslands, sannkölluð gæsahúðarstund.
#FlashbackFriday to Iceland thunder clap! Like if you remember... #iceland #england #euros
— Soccer Parole (@SoccerParole) June 30, 2017
Video credit: UEFAtv pic.twitter.com/EkCrXgacuJ
Guðmundur Benediktsson, knattspyrnulýsandi með meiru, vakti ekki síður athygli en íslenska liðið. Hann varð heimsfrægur fyrir lýsingar sínar frá mótinu og lét hann sitt ekki eftir liggja er Ísland lagði England, líkt og sjá má hér að neðan.
Legendary Iceland commentator goes nuts for both Iceland goals that knocked England out of #EURO2016 pic.twitter.com/7LRR80m6Qh
— David Campbell (@DaveyCampbell85) June 27, 2016
„Okkur hafði alltaf dreymt um að spila við England, hetjurnar okkar,“ sagði Heimir Hallgrímsson, sem stýrði Íslandi á EM 2016 ásamt Lars Lagerback, um leikinn við England er hann ræddi hann í vitðali árið 2020. „Skrattinn á öxlinni okkar sagði við okkur að kannski værum við of litlir til að spila við England, en leikmennirnir voru frábærir. Að jafna um leið og þeir höfðu komist yfir var sjokk fyrir þá, og líka þegar við komumst 2-1 yfir í fyrri hálfleik.“
The last time England faced Iceland... 😩
— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) September 5, 2020
(Just wait for the Icelandic commentator at the end 💙) pic.twitter.com/3qnzCxiEjE