Handbolti

Fyrstu stigin komin í hús

Íslendingar unnu Bareina með helmingsmun, 36-18, á HM í handbolta í dag. Íslendingar voru með 88% skotnýtingu í leiknum.

Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Fréttablaðið/AFP

Ísland rúllaði yfir Barein, 36-18, í þriðja leik sínum í B-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í dag. Þetta var fyrsti sigur Íslendinga á HM en þeir töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum. Bareinar, sem Aron Kristjánsson stýrir, eru enn án stiga.

Eins og lokatölurnar gefa til kynna var Ísland miklu sterkari aðilinn í leiknum í München í dag og sigurinn var mjög öruggur. Þetta var sjöundi sigur Íslands á móti Asíuþjóð á HM í röð.

Staðan í hálfleik var 16-10. Ísland byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og náði fljótlega tíu marka forskoti. Bilið breikkaði svo eftir því sem leið á leikinn og á endanum munaði 18 mörkum á liðunum, 36-18.

Sóknarleikur Íslands gekk smurt. Íslenska liðið spilaði sig nánast alltaf í færi og nýtti þau afbragðs vel. Skotnýting Íslands í leiknum var 88%. Markverðir Barein áttu erfitt uppdráttar og vörðu aðeins tvö skot í öllum leiknum.

Björgvin Páll Gústavsson átti hins vegar mjög góðan leik í íslenska markinu og varði 15 skot, þar af fjögur vítaköst (50%). Ágúst Elí Björgvinsson varði eitt víti og íslensku markverðirnir vörðu því samtals fimm víti í leiknum.

Tíu leikmenn Íslands komust á blað í leiknum í dag. Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur með átta mörk. Ólafur Guðmundsson skoraði fimm mörk, Elvar Örn Jónsson og Stefán Rafn Sigurmannsson fjögur mörk.

Mohamed Merza skoraði sex mörk fyrir Barein og Ali Merza þrjú.

Næsti leikur Íslands er gegn Japan á miðvikudaginn. Íslenska liðið mætir svo því makedónska á fimmtudaginn í lokaumferð riðlakeppninnar.

Mörk Íslands:

Arnór Þór Gunnarsson 8/3, Ólafur Guðmundsson 5, Elvar Örn Jónsson 4, Stefán Rafn Sigurmannsson 4/1, Aron Pálmarsson 3, Teitur Örn Einarsson 3, Bjarki Már Elísson 3, Sigvaldi Guðjónsson 3, Ómar Ingi Magnússon 2, Gísli Þorgeir Kristjánsson 1.

Varin skot:

Björgvin Páll Gústavsson 15/4 (50%), Ágúst Elí Björgvinsson 1/1 (25%).

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Handbolti

Meiðsl Arons „blóð­taka“ fyrir ís­lenska liðið

Handbolti

Ólíklegt að Aron og Arnór verði með á morgun

Auglýsing

Nýjast

Góð frammistaða dugði ekki til gegn Þýskalandi

Leik lokið: Þýskaland 24 - 19 Ísland

Skytturnar unnu nágrannaslaginn gegn Chelsea

Frakkar unnu sannfærandi sigur á Spáni

Gylfi Þór jafnaði markamet Eiðs Smára í dag

Liverpool slapp með skrekkinn gegn Palace

Auglýsing