Real Madrid ákvað fyrr í sumar að liðið myndi vera með lið undir sínum merkjum í spænsku efstu deild kvenna í knattspyrnu á komandi keppnistímabil. Spænska stórveldið hefur ekki áður verið með kvennalið á sínum snærum.

Real Madrid mun nefnilega taka yfir rekstur kvennaliðsins CD Tacon sem tryggði sér sæti í efstu deildinni síðasta vor og leika. Liðið mun leika undir merkjum CD Tacon í eina leiktíð í viðbót og heita svo Real Madrid.

Nú hefur verið opinberað hver verður fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við þetta nýja félag. Það er sænski sóknarmaðurinn Kosovare Asllani sem kemur til liðsins frá sænska liðinu. Linköpings FC.

Asllani sem var markahæsti leikmaður Svía sem unnu bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu fyrr í sumar hefur leikið með liðum eins og Chicago Red Stars, Paris Saint-Germain og Manchester City.