Kaupverðið er ekki gefið upp en hinn 31 árs gamli Trippier, skrifar undir tveggja og hálfs árs samning.

Hann hefur undanfarin tvö og hálft ár verið á mála hjá Atlético Madrid á Spáni og varp spænskur meistari með félaginu á síðasta tímabili.

Trippier kemur til liðsins með víðtæka reynslu úr ensku úrvalsdeildinni en hann spilaði á sínum tíma með Tottenham og Burnley. Hann þekkir vel til núverandi knattspyrnustjóra liðsins, Eddie Howe, en þeir unnu saman á sínum tíma hjá Burnley.

,,Ég er himinlifandi með að vera búinn að semja við þetta frábæra félag. Ég naut mín á spáni en þegar að ég vissi af áhuga Newcastle, með mína reynslu af samstarfi við Eddie Howe, þá vissi ég að ég vildi ganga til liðs við félagið," sagði Trippier við undirskriftina.

Hann segist meðvitaður um vinnuna sem er framundan en Newcastle er sem stendur í fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni.,,Ég þekki kröfurnar sem fylgja því að vera í ensku úrvalsdeildinni og veit hversu frábært þetta félag er með marga hæfileikaríka leikmenn innanborðs. Ég get ekki beðið eftir því að hefjast hana og er spenntur að labba inn á knattspyrnuvöllinn á St. James' Park sem leikmaður Newcastle