Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur staðfest fyrstu kaup sín fyrir karlalið félagsins síðan opnað var fyrir félagaskipti eftir síðustu leiktíð.

Um er að ræða franska miðvörðinn Ibrahima Konate sem kemur frá þýska liðinu RB Leipzig.

Konate er 22 ára gamall en honum er ætlað að þétta raðirnar í varnarleik liðsins en Virgil van Dijk og Joe Gomez voru fjarri góðu gamni lungann úr síðasta tímabili vegna meiðsla.

Þá var Joël Matip sömuleiðis mikið fjarverandi þar sem hann var sömuleiðis á meiðslalistanum.

Þessi kaup eru talin leiða til þess að Liverpool muni ekki kaup Ozan Kabak sem lék með liðinu seinni hluta síðasta tímabils sem lánsmaður frá Schalke.