Víkingur R. bar sigurorð af Fylki, 1-0, í síðasta leik 1. umferðar Pepsi-deildar karla.

Nikolaj Hansen skoraði eina mark leiksins á 24. mínútu.

Sigurinn var langþráður því Víkingar höfðu ekki unnið Fylkismenn í efstu deild síðan 1993, eða í aldarfjórðung.

Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, var væntanlega glaður að sjá sína menn halda hreinu en þeir gerðu það aðeins tvisvar sinnum síðasta sumar.