Íslenski boltinn

Fyrsti sigur Víkings á Fylki í aldarfjórðung

Víkingar unnu afar langþráðan sigur á Fylkismönnum í 1. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.

Víkingar fara vel af stað. Fréttablaðið/Ernir

Víkingur R. bar sigurorð af Fylki, 1-0, í síðasta leik 1. umferðar Pepsi-deildar karla.

Nikolaj Hansen skoraði eina mark leiksins á 24. mínútu.

Sigurinn var langþráður því Víkingar höfðu ekki unnið Fylkismenn í efstu deild síðan 1993, eða í aldarfjórðung.

Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, var væntanlega glaður að sjá sína menn halda hreinu en þeir gerðu það aðeins tvisvar sinnum síðasta sumar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Ungu strákarnir í stuði í Egilshöll

Íslenski boltinn

Tímamótamark Lennons tryggði FH sigur í Grindavík

Íslenski boltinn

Sveinn Aron í stuði í sigri Blika á Eyjamönnum

Auglýsing

Nýjast

Stjarnan sigursælust

Börsungar nánast öruggir með toppsætið

Sárt tap í bikarúrslitum

Frábær seinni hálfleikur Swansea

Úlfarnir í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í 16 ár

Jón Dagur sá rautt

Auglýsing