Þrátt fyrir að átta leikmenn væru fjarverandi unnu Strákarnir okkar einn af fræknustu sigrum íslenska landsliðsins frá upphafi xx-xx gegn Ólympíumeisturum Frakklands á EM í dag.
Þetta var nítjándi sigur Íslands á Frakklandi frá upphafi og sá fyrsti í keppnisleik frá Ólympíuleikunum 2012.
Íslenska liðið varð fyrir áfalli í byrjun dags þegar tveir leikmenn bættust í hóp þeirra sem hafa greinst með Covid-19 á EM.
Það var því ljóst að Ísland yrði ekki með fullskipað lið og vantaði reynslumestu leikmenn Íslands í liðið.
Það kom ekki að sök. Leikmenn eins og Ómar Ingi Magnússon, Viggó Kristjánsson og Viktor Gísli Hallgrímsson léku óaðfinnanlega líkt og liðsfélagar þeirra í liði Íslands.
Um leið er þetta í fyrsta sinn sem Ísland vinnur Frakkland í lokakeppni EM.
RESULT: They established a big first half lead, and held on throughout the second half - @HSI_Iceland 🇮🇸 beat @FRAHandball 🇫🇷 for the first time at an EHF EURO 🔥
— EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2022
Final score: 21:29#ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/u5NwkPS7Fq