NBA

Fyrsti ósigur LeBron í fyrstu umferð í sex ár

LeBron James tapaði í fyrsta sinn í sex ár í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þegar Indiana Pacers vann fyrsta leikinn í einvígi Cleveland Cavaliers og Indiana í kvöld.

LeBron reyndi hvað hann gat í kvöld en þurfti að sætta sig við tap. Fréttablaðið/Getty

LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers töpuðu fyrsta leik úrslitakeppnninar í NBA-deildinni í kvöld 80-98 en þetta er í fyrsta sinn í sex ár sem LeBron tapar leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Leið austurdeildarinnar í úrslit NBA-deildarinnar hefur einkennst af LeBron undanfarin ár en sjö ár eru síðan lið úr austurdeildinni sem innihélt ekki LeBron James lék til úrslita.

Cleveland sem hefur verið í bölvuðu basli á tímabilinu var með heimavallarrétt gegn Indiana Pacers en gestirnir frá Indiana byrjuðu með látum og náðu strax góðu forskoti. 

Var Cleveland allan tímann að höggva á forskotið en náði aldrei að fara alla leið og ná forskotinu og sóttu Indiana-menn því sigur til Cleveland í fyrstu umferð.

Er þetta í fyrsta sinn síðan 2012 sem LeBron tapar í fyrstu umferð úrslitakeppnarinnar en þá tapaði hann sem leikmaður Miami Heat gegn New York Knicks.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

NBA

Leonard skipt til Toronto

NBA

LeBron búinn að skrifa undir hjá Lakers

NBA

Tryggvi kom ekkert við sögu í fyrsta leik

Auglýsing

Nýjast

Hörður lék sinn fyrsta leik fyrir CSKA í dag

Besti hringur Tigers á risamóti síðan 2011

Þrír jafnir á toppnum á Opna breska

HK aftur á toppinn eftir sigur á Grenivík

Berglind Björg skaut Blikum í bikarúrslit

María og Ingvar Íslandsmeistarar

Auglýsing