NBA

Fyrsti ósigur LeBron í fyrstu umferð í sex ár

LeBron James tapaði í fyrsta sinn í sex ár í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þegar Indiana Pacers vann fyrsta leikinn í einvígi Cleveland Cavaliers og Indiana í kvöld.

LeBron reyndi hvað hann gat í kvöld en þurfti að sætta sig við tap. Fréttablaðið/Getty

LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers töpuðu fyrsta leik úrslitakeppnninar í NBA-deildinni í kvöld 80-98 en þetta er í fyrsta sinn í sex ár sem LeBron tapar leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Leið austurdeildarinnar í úrslit NBA-deildarinnar hefur einkennst af LeBron undanfarin ár en sjö ár eru síðan lið úr austurdeildinni sem innihélt ekki LeBron James lék til úrslita.

Cleveland sem hefur verið í bölvuðu basli á tímabilinu var með heimavallarrétt gegn Indiana Pacers en gestirnir frá Indiana byrjuðu með látum og náðu strax góðu forskoti. 

Var Cleveland allan tímann að höggva á forskotið en náði aldrei að fara alla leið og ná forskotinu og sóttu Indiana-menn því sigur til Cleveland í fyrstu umferð.

Er þetta í fyrsta sinn síðan 2012 sem LeBron tapar í fyrstu umferð úrslitakeppnarinnar en þá tapaði hann sem leikmaður Miami Heat gegn New York Knicks.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

NBA

Tryggvi einn af bestu Evrópubúunum í nýliðavalinu

NBA

Eiginkona Popovich látin

NBA

Húðskammaði þjálfara sem vildi ekki tapa viljandi

Auglýsing

Nýjast

Körfubolti

Martin leikmaður umferðarinnar

Sport

Andrea og Arnar komu fyrst í mark

Handbolti

Sebastian og Rakel Dögg munu stýra Stjörnunni

Körfubolti

Jón mun þjálfa bæði Keflavíkurliðin

Íslenski boltinn

„Höfum verið þungir í samanburði við hin liðin“

Íslenski boltinn

Spá Fréttablaðsins: Víkingur R. hafnar í 9. sæti

Auglýsing