NBA

Fyrsti ósigur LeBron í fyrstu umferð í sex ár

LeBron James tapaði í fyrsta sinn í sex ár í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þegar Indiana Pacers vann fyrsta leikinn í einvígi Cleveland Cavaliers og Indiana í kvöld.

LeBron reyndi hvað hann gat í kvöld en þurfti að sætta sig við tap. Fréttablaðið/Getty

LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers töpuðu fyrsta leik úrslitakeppnninar í NBA-deildinni í kvöld 80-98 en þetta er í fyrsta sinn í sex ár sem LeBron tapar leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Leið austurdeildarinnar í úrslit NBA-deildarinnar hefur einkennst af LeBron undanfarin ár en sjö ár eru síðan lið úr austurdeildinni sem innihélt ekki LeBron James lék til úrslita.

Cleveland sem hefur verið í bölvuðu basli á tímabilinu var með heimavallarrétt gegn Indiana Pacers en gestirnir frá Indiana byrjuðu með látum og náðu strax góðu forskoti. 

Var Cleveland allan tímann að höggva á forskotið en náði aldrei að fara alla leið og ná forskotinu og sóttu Indiana-menn því sigur til Cleveland í fyrstu umferð.

Er þetta í fyrsta sinn síðan 2012 sem LeBron tapar í fyrstu umferð úrslitakeppnarinnar en þá tapaði hann sem leikmaður Miami Heat gegn New York Knicks.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

NBA

Frumraun LeBron með Lakers í nótt

NBA

Meistararnir byrjuðu á sigri

NBA

NBA hefst í nótt

Auglýsing

Nýjast

Selfoss áfram taplaus á toppnum

Messi meiddist þegar Barcelona fór á toppinn

Ronaldo náði merkum áfanga

Tarik lék á als oddi í jafntefli KA gegn ÍR

Ómar og Janus lögðu þung lóð á vogarskálina

Salah tryggði Liverpool langþráðan sigur

Auglýsing