Fyrrum plötusnúðurinn Benjamin Alexander verður fyrsti maðurinn frá eyríkinu Jamaíka sem keppir í svigi á Ólympíuleikunum í Beijing.

Jamaíka sendi fyrst þátttakendur á Vetrarólympíuleikana í Calgary árið 1988.

Klassíska gamanmyndin Cool Runnings frá Disney er lauslega byggð á sögu þess liðs.

Frá 1988 hefur Jamaíka oft sent þátttakendur úr bobsleða á Ólympíuleikana og í fyrsta sinn þátttakenda í baksleðakeppni árið 2018 en þetta verður í fyrsta sinn sem eyríkið á fulltrúa í svigi.

Alexander sem er fæddur í Englandi en á ættir að rekja til Jamaíka fór að æfa svig árið 2016 og verður fimmtándi fulltrúi Jamaíka á Vetrarólympíuleikunum.